Um vefinn

Vefurinn Tekist á við sorg er unninn sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs
á grunnskólabraut við Háskóla Íslands sumarið 2010.
Tilgangur vefsins er að veita kennurum upplýsingar um hvað ber að hafa í huga þegar áföll dynja yfir í skólanum og hvernig kennari getur brugðist við.

Áföll geta birst í hinum ýmsu myndum.
Áföll eins og skilnaður, dauði og alvarleg veikindi vekja sorgarviðbrögð
og getur slík lífsreynsla sett djúp spor í sálarlíf barna.

Eitt af því erfiðasta sem við tökumst á við er dauði ástvina.
Þessi síða er í megindráttum um hvernig við getum brugðist við þegar
nemandi missir einhvern nákomin sér, eða ef að nemandi skólans fellur frá.

Advertisements